Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar á Norðurlandamótinu
Þriðjudagur 21. janúar 2020 kl. 20:31

Keflvíkingar á Norðurlandamótinu

Andri Sævar Arnarsson og Ágúst Kristinn Eðvarðsson kepptu á Norðurlandamótinu í taekwondo nú um helgina. Báðir eru þeir sigursælir keppendur með langa afrekaskrá í taekwondo en þeir eru m.a. báðir ríkjandi Íslandsmeistarar í sínum flokki og hafa unnið Norðurlandatitla áður. 

Mótið var haldið í Noregi í ár og voru yfir 500 keppendur á mótinu. Fjöldi aðra Íslendinga var að keppa á mótinu en Andri og Ágúst voru þeir einu úr Keflavík.
Ágúst keppti fyrsta baradaga við Norðmann og náði sér ekki á strík og þurfti að láta í  minni pokann fyrir sterkum heimamanni sem vann svo síðar flokkinn.
Andri keppti svo og barðist mjög vel gegnum norskum andstæðing. Hann sigraði bardagann örugglega og var yfir frá byrjun. Í næsta bardaga mætti hann gífurlega góðum dönskum keppanda sem reyndist honum of mikið og tapaði þeim bardaga en endaði í 3. sæti í flokknum en Daninn tók síðar gullið.
Árangurinn var því ekki eftir væntingum en framundan er spennandi keppnistímabil og það verður gaman að fylgjast með þessum öflugu íþróttamönnum á næstunni. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024