Taekwondo, júdó og hnefaleikar undir sama þaki
Samningar um nýtt bardagahús við Smiðjuvelli 5 hafa verið lagðir fram til kynningar fyrir Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar.
Íþrótta- og tómstundaráð ráð gerir ráð fyrir að starfsemi Hnefaleikafélagsins, Taekwondo- og júdódeildarinnar muni fara fram í nýja húsnæðinu og verði tekin í notkun síðar á árinu.