Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 13. ágúst 1999 kl. 11:56

TAE BO Á SUÐURNESJUM

Já, nú er það Tae Bo, það allra vinsælasta í Bandaríkjunum komið til Íslands og fyrst á Suðurnesin. Það var húnHulda í Studeo Huldu sem ruddi brautina fyrir um ári síðan og nú bætist Perlan sól og þrek við sem bjóða upp á þessa skemmtilegu íþrótt. Í Bandaríkjunum var það hann Billy Blanes sem markaðssetti Tae Bo í samkeppni um hilli viðskiptavinarins og sló rækilega í gegn með þessri frábæru íþrótt. Í Tae Bo notar þú allan líkamann sem eina heild í frábærum styrkaræfingum og brennslu. Fólk sem stundar Tae Bo reglulega sér og finnur alveg gífurlegan mun á sér eftir mjög stuttan tíma enda ekki skrýtið því Tae Bo er sambland af ýmsum æfingum t.d. sjálfsvörn sem byggir upp á tækni kickbox þar sem lögð er áhersla á snerpu og yogajafnvægi, innri styrki og rétta öndun. Í Tae Bo notum við alla vöðva líkamans, bæði hendur og fætur þannig að í Tae bo er hugur og líkami sem einn vöðvi sem þú notar til hins ýtrasta. Í Tae Bo eru engin áhöld notuð hvorki boxhanskar né sparkpúðar og ekki er bara sparkað og kýlt út í loftið heldur byggist þetta upp á jafnvægi og snerpu og má líkja þessu við kata, nemahvað þetta er sett upp sem æfing en ekki sýning. Hulda í Stueo Huldu var fyrst til að kenna þetta hér á Suðurnesjum og á Íslandi. Hún mun kenna kennurum í Hreyfingu í Reykjavík um helgina. Hulda segir viðbrögðin hreint ótrúleg og að fólk af öllu landinu hafi streymt til hennar bæði áhugafólk og kennarar. Hulda er búin að kenna erobikk í tólf ár og er að eigin sögn mjög kröfuhörð og leggur mikið upp úr því að fólkið hennar hlusti og geri allt rétt í tímum hjá henni. Perlan sól og þrek byrjar að kenna Tae Bo nú í ágúst og mun Sigríur Kristjánsdóttir erobikkleiðbeinandi og eigandi sjá um það. Að sögn Sigríðar er haustið framundan mjög spennandi fyrir fólk sem ætlar að koma sér í gott form því aldrei hefur verið meira í boði og má nefna sem nýjungar hjá Perlunni fyrir utan Tae Bo að bjóða upp á fimm einkaþjálfara og næringarfræðing þar sem fólk getur komið með matarvenjur sínar og fengið út nákvæma útlistun á næringu og fituinnihaldi fæðunnar úr forritinu Mathákur. Þær Sigga og Hulda ætla að slá til og bjóða öllum Suðurnesjamönnum í einn ókeypis prufutíma í Tae Bo í haust. Kær kveðja, Studeo Huldu og Perlan sól og þrek.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024