Systurnar í æfingahóp A-landsliðsins
Þær Björg Ásta Þórðardóttir og Guðný Petrína Þórðardóttir hafa verið valdar í æfingahóp A-landsliðs kvenna í knattspyrnu. Æfingarnar eru hluti af undirbúningi fyrir Algarve Cup sem fram fer í mars á nýja árinu.
Að þessu sinni voru 40 leikmenn valdir og þar á meðal var Nína Ósk Kristinsdóttir sem lék með Keflavík á síðustu leiktíð en hún hefur flutt sig um set og mun leika með Íslandsmeisturum Vals á næstu leiktíð.
VF-mynd/ [email protected]