Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Systkini gerðu það gott í glímu um helgina
Mánudagur 4. júní 2018 kl. 10:20

Systkini gerðu það gott í glímu um helgina

Um helgina fór fram Mjölnir Open sem er óformlegt Íslandsmeistaramót í uppgjafaglímu og sendu Njarðvíkingar þrjá keppendur til leiks, tvo í barna- og unglingaflokki og einn í fullorðinsflokki.  
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir keppti í fullorðinsflokki og svo fór að hún varð þriðja í sínum flokki og varð svo önnur í opnum flokki kvenna sem er erfiðasti flokkurinn á mótinu.  

Litli bróðir hennar, Jóhannes Pálsson varð svo Mjölnis meistari í barna og unglingaflokki í sínum þyngdarflokki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024