Syntu 262,5 km um helgina
Meðlimir sunddeildarinnar Grindavíkur syntu 204,4 km og aðrir gestir syntu 58,1 km til styrktar Garðari Sigurðssyni. Fjöldi fólks lagði leið sína í sundlaugina í Grindavík um helgina og lagði góðu málefni lið, ýmist með því að synda eða kaupa vöflur og annað góðgæti. Krakkarnir í sunddeildinni stóðu sig eins og hetjur enda um mikla þrekraun að ræða.
Mynd umfg.is.