Svona er fyrsta umferð körfuboltans í haust
Niðurröðun leikja í Dominos-deildum karla- og kvenna í körfubolta er lokið en körfuboltinn fer af stað 3. október með fjórum leikjum í úrvalsdeild kvenna. Karlarnir hefja svo leik 7. október en Íslandsmeistarar Grindavíkur hefja leik gegn nágrönnum sínum í Keflavík.
Fyrsta umferð í Dominos-deild kvenna 3. október:
KR - Grindavík
Haukar - Keflavík
Fjölnir - Njarðvík
	Valur - Snæfell
	
	Fyrsta umferð í Dominos-deild karla 7. október:
Fjölnir - KR
Tindastóll - Stjarnan
Keflavík - Grindavík
Snæfell - ÍR
Þór Þorlákshöfn - Njarðvík
KFÍ - Skallagrímur

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				