Svona á að fagna körfu!
Taumlaus gleði hjá vinningshafanum Árna Þór
Einn af hörðustu stuðningsmönnum Keflvíkinga í körfuboltanum datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar leikur Keflavíkur og Snæfells í bikarkeppni kvenna fór fram. Árni Þór Rafnsson var einn af þeim áhorfendum sem valinn var til þess að spreyta sig á vítaskoti þar sem veglegir vinningar eru jafnan í boði fyrir góðar skyttur.
Árni byrjaði á því að fá áhorfendur með sér í lið og bað um hvatningu frá stúkunni sem brást auðvitað ekki. Því næst gerði Árni sér lítið fyrir og skellti boltanum rétta leið í körfuna, hvað annað. Fagnaðarlætin sem á eftir fylgdu voru svo innileg og mögnuð að þeim verður best lýst í eftirfarandi ljósmyndum.
Árni biður um smá pepp frá stúkunni.
Skotið fór rétta leið og því ber að fagna.
Það er eitthvað við bolinn hans Árna sem kætir á blautum og hvössum mánudegi.
Kappinn skellti sér í gólfið og veltist um af gleði.
Svo taumlaus var gleðin að boðið var upp á nokkrar laufléttar armbeygjur.
Árni fékk 5000 kr. inneign hjá Olsen Olsen og faðmaði Einar Skaftason vin sinn innilega.
Stelpurnar á Snæfells bekknum fengu svo háa fimmu frá Árna.