Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 29. júlí 1999 kl. 21:35

SVO SKAL BÖL BÆTA

„Kinnhesturinn launaður?“ Pétur Pétursson þjálfaði lið Keflvíkinga sumarið 1994 eftir að Ian Ross hætti með liðið. Kom hann þá inn á svipuðum tímapunkti og nú, í júlí, og stýrði liðinu til vertíðarloka. Þótti árangur liðsins undir stjórn Péturs það góður að margan undraði að ekki varð framhald á en Pétur fékk ekki þjálfarastöðuna áfram. Skaust sú hugsun upp hjá sportskríbent VF að nú væri Pétur kominn í hlutverk ektakvinnu Gunnars á Hlíðarenda, Hallgerðar langbrókar, að launa Keflvíkingum kinnhestinn 1994. Aðdáendur Keflavíkurliðsins verða bara að vona að grái brúskurinn hans Kjartans verði „okkar mönnum“ til lífs. Grétar og Kekic í sérflokki Grindvíkingar héldu áfram að stjórna Frömurum og tóku nú þrjú stig á Laugardagsvellinum. Vörn þeirra var þétt og aðeins Sigurvin Ólafssyni tókst að „spranga“ inn á þá marki en framlínumenn Grindvíkinga, Grétar Hjartarson, Scott Ramsey og Sinisa Kekic skiluðu allir marki á markareikningana. „ Loks fór eitthvað að detta okkar megin og sigurinn mjög sætur. Nú er bara að halda áfram á sömu braut. Sinisa Kekic lék að þessu sinni fyrir aftan sóknardúettinn Grétar og Scotty og kom það nokkuð vel út en varnarvinna leikmanna var einnig með ágætum. Blikar eru næstir en þeir hafa átt ágætis sumar og eru með gott lið. Að sjálfsögðu mætum við til leiks til að ná í þrjú stig og það hefst ekki nema menn leggi sig 100% fram. Allt er í járnum í deildinni og hver sigur mjög mikilvægur.“ Grindvíkingar á faraldsfæti Körfuknattleiksmenn úr Grindavík eru á ferð og flugi þessa dagana. Helgi Jónas Guðfinnsson fór um síðustu helgi til Belgíu þar sem hann mun leika í vetur. Guðmundur Bragason, sem lék í Þýskalandi á síðustu leiktíð, hefur undirritað tveggja ára samning við Hauka í Hafnarfirði og Marel Guðlaugsson, sem lék með KR í fyrra er einnig orðaður við Haukana. Þá er Páll Axel Vilbergsson á leið til Belgíu í vikunni en hann mun leika þar í sömu deild að Helgi Jónas lék í á síðasta tímabili. Að lokum má geta þess að Herbert Arnarson hyggst leita á erlenda markaði með hæfileika sína. Æsispennandi siglingakeppni Baldvin Björgvinsson og áhöfn hans á BESTA sigruðu Snorra Valdimarsson og áhöfn hans á ALPINE í síðasta legg Secret-26 bikarmótinu í siglingum sem fram fór í góðum byr með háar öldur í Hafnarfirði um helgina. Vart var sjónarmunur á skútunum við endamark og kærðu ALPINE-menn úrslitin en var það niðurstaða dómnefndar að úrslitin skyldu standa. Áhöfn BESTA: Baldvin Björgvinsson skipstjóri og stýrimaður Sigurður Óli Guðnason taktiker og seglatrimmari Arnþór Ragnarsson taktiker og seglatrimmari Jónmundur Gunnar Guðmundsson sigldi í dag sem seglatrimmari Jónatan Guðjónsson sigldi í gær sem seglatrimmari Sigríður Svala Sigurgeirsdóttir aðstoðarmaður Elín Guðmundsdóttir aðstoðarmaður Tap og sigur hjá Víði Garðbúar töpuðu öðrum heimaleiknum í röð sl. miðvikudag en nú voru að KA-menn frá Akureyri sem fóru með öll stigin eftir 2-1 sigur. . Víðismenn snéru blaðinu við í gærkveldi og sigruðu „Köttara“ 2-1 með gömlu góðu ítölsku aðferðinni, lágu í vörnini ogtreystu á varnarmistök og skyndiupphlaup.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024