Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sviptingar í körfunni - Grindavík vann annan leik sinn í vetur gegn Keflavík
Bríet Sif og stöllur hennar úr Grindavík unnu Keflavík.
Sunnudagur 9. febrúar 2020 kl. 20:08

Sviptingar í körfunni - Grindavík vann annan leik sinn í vetur gegn Keflavík

Grindavíkurstúlkur unnu sinn annan sigur í vetur í Domino’s deild kvenna í körfubolta þegar þær lögðu nágranna sína úr Keflavík í leik liðanna í gær. Lokatölur urðu 63:57.

Tapið er ekki gott fyrir Keflvíkinga sem eru að berjast fyrir því að vera meðal fjögurra efstu liðanna til að komast í úrslitakeppnina. Grindavík er svo í botnbaráttunni, þær eru eftir sigurinn með 4 stig eins og Breiðablik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavíkurstúlkur hittu mjög illa í leiknum og komust aldrei í almennilegan gír en þær grindvísku gerðu vel að klára leikinn.

Grindavík-Keflavík 63-57 (21-23, 13-8, 12-18, 17-8)

Grindavík: Jordan Airess Reynolds 24/9 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 14/6 fráköst, Tania Pierre-Marie 12/9 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 7/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 6/11 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 0/6 fráköst, Hulda Ósk Ólafsdóttir 0, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 15/14 fráköst/5 stolnir, Kamilla Sól Viktorsdóttir 12, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/8 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 7/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 6, Anna Ingunn Svansdóttir 2/5 fráköst, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Eva María Davíðsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Aðalsteinn Hjartarson, Stefán Kristinsson.

Helstu keppinautar Keflvíkinga um 3. og 4. sætið eiga leiki gegn tveimur efstu liðunum í næstu umferð en Keflavík fær Snæfell í heimsókn. Grindavík og Breiðablik eigast við í botnbaráttuslag í Kópavoginum.

Hjá körlunum töpuðu Keflvíkingar í Vesturbænum gegn KR 88:82 en Njarðvíkingar náðu í góðan sigur norður í landi gegn Þór Ak. 94:97. Staðan í deildinni er jöfn og því verður spenna í lokaumferðunum áður en úrslitakeppnin hefst.

Nú verður hlé á deildinni á meðan leikið er í undanúrslitum og úrslitum Geysis-bikarsins í Laugardalshöll. Næstu leikir verða 1. Mars en aðeins fjórar umferðir eru eftir þar til úrslitakeppnin hefst.