Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Svíinn leikur með Keflvíkingum í sumar
Þriðjudagur 26. apríl 2005 kl. 16:12

Svíinn leikur með Keflvíkingum í sumar

Svíinn ungi Michael Johansson sem hefur verið til reynslu hjá Keflvíkingum síðustu vikuna mun spila með Keflvíkingum á komandi tímabili. Að sögn Ásmundar Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Keflavíkur, leist Keflvíkingum það vel á unga Svíann á reynslutímanum að ákveðið var að gera samning við hann og mun hann spila gegn ÍA í átta liða úrslitum Deildarbikarsins á fimmtudag á Akranesvelli. Michael er varnarmaður og getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður, en Keflvíkingar misstu einmitt öfluga leikmenn úr vörninni eftir síðasta tímabil.

Vf-mynd/úr safni - Frá leik Keflavíkur og ÍBV síðasta sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024