Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Svíi í Keflavíkurmarkið
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga.
Föstudagur 28. febrúar 2014 kl. 11:12

Svíi í Keflavíkurmarkið

Keflvíkingar hafa fengið sænskan markvörð, Jonas Sandqvist, til að vera á milli stanganna í Pepsi-deildinni í sumar.

„Það er gott mál að við skyldum finna markmann. Nú þarf hann að sýna það að hann sé betri en þeir ungu leikmenn sem við erum með,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga við Fótbolta.net.

Sandqvist er 32 ára gamall en hann á einn landsleik að baki með Svíum, árið 2005. Auk Malmö og Örebro þá hefur Sandqvist leikið með Landskrona í Svíþjóð, Atromitos í Grikklandi og Álasund í Noregi.

Keflvíkingar þurftu að fara á stúfana í markmannsleit þegar í ljós kom að Ómar Jóhannsson gæti ekki verið í markinu í sumar vegna meiðsla en hann hefur nú tekið að sér að vera aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga, Guðmundi Steinarssyni til halds og trausts.

Sandquist var árið 2011 á reynslu hjá Middlesbrough á Englandi áður en hann samdi við Álasund.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024