Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sverrir Þór þjálfar kvennalið Keflavíkur
Þriðjudagur 4. maí 2004 kl. 09:31

Sverrir Þór þjálfar kvennalið Keflavíkur

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá ráðningu Sverris Þórs Sverrissonar sem þjálfara meistaraflokks kvenna.

Sverrir hefur þjálfað yngri flokka liðsins um árabil með prýðilegum árangri, auk þess sem hann kynntist þjálfun kvennaliðs s.l. leiktíð þegar hann aðstoðaði hjá Njarðvík.

Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins og kemur einnig fram að stefnan sé að halda í alla titla sem liðið vann á nýafstaðinni leiktíð og leita að verkefnum á erlendri grundu.

Sverrir Þór mun einnig leika áfram með Keflavík á næstu leiktíð.

VF-mynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024