Sverrir Þór: Stoltur af því að þjálfa þetta lið
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var kampakátur eftir að liðsmenn hans tryggðu sér Íslandsmeistaratitlinn í körfuknattleik í kvöld. Sverrir hrósaði leikmönnum sínum fyrir að hafa haldið haus þegar á móti blés og snúið einvíginu við eftir að hafa lent 2-1 undir.
„Þetta er gríðarlega gaman. Eftir að hafa misst þetta niður í jafnan leik í restina þá er þessi sigur ennþá skemmtilegri. Ég er stoltur af því að þjálfa þetta lið,“ sagði Sverrir.
„Við stjörnuðum leiknum nær allan tímann þar til í fjórða leikhluta þegar þeir komast inn í leikinn. Við vorum sterkir á taugunum síðustu tvær mínútunar. Við ætluðum okkur sigur og það tókst.“
Nánar má heyra í Sverri í viðtalinu hér að neðan.