Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sverrir Þór ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Keflavík
Sunnudagur 30. apríl 2006 kl. 12:13

Sverrir Þór ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Keflavík

Bakvörðurinn Sverrir Þór Sverrisson er nýr aðstoðarþjálfari körfuknattleiksliðs Keflavíkur en hann skrifaði undir nýjan samning við Keflavík fyrir skömmu. Nýr þjálfari verður ráðinn til kvennaliðsins á næstu dögum en Sverrir gerði Keflavíkurkonur að Íslandsmeisturum 2005.

Sverrir mun stjórna Keflavíkurliðinu á meðan Sigurður Ingimundarson verður með landsliðið á erlendri grundu og þá mun Sverrir halda áfram að spila með liðinu.

Guðjón Skúlason sem nýverið tók við þjálfun kvennalandsliðsins í körfuknattleik mun því ekki vera með Sigurði félaga sínum á tréverkinu á næstu leiktíð enda bíða hans mörg verkefni með landsliðinu.

www.keflavik.is

VF-mynd/ Sverrir Þór á fleygiferð gegn Fjölni á nýafstaðinni leiktíð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024