Sverrir tekur við Keflvíkingum
Sverrir Þór Sverrisson fyrrum þjálfari Grindavíkur og kvennaliðs Njarðvíkur mun taka við Keflavíkurliðinu út leiktíðina í Dominos deild kvenna í körfubolta. Sverrir ákvað að segja skilið við þjálfun eftir að hafa stjórnað Grindvíkingum síðasta tímabil. Eins og kunnugt er var Márgréti Sturlaugsdóttur sagt upp störfum hjá Keflavík í gær.