Sverrir Örvar íþróttamaður Sandgerðis
	Sverrir Örvar Elefsen, 14 ára nemandi í 9. SHG við Grunnskóla Sandgerðis, hefur verið útnefndur íþróttamaður Sanderðisbæjar 2012. Sverrir stundar Taekwondo með Keflavík og hefur gert það síðan hann var 7 ára gamall.
	 
	Á síðasta ári vann Sverrir til margra verðlauna. Meðal annars tvö gull, eitt silfur og eitt brons í tveimur bikarmótum sem hann tók þátt í. En hann komst ekki á þriðja bikarmót ársins vegna meiðsla.
	 
	Toppnum var þó náð þegar hann vann tvenn gullverðlaun á Íslandsmótinu. Hann vann í sínum þyngdar- og aldursflokki í bardagalist auk þess að vinna í tækni eða Poomsea.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				