Sverrir: Datt engan veginn með okkur
Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindvíkinga var að vonum svekktur eftir tap í úrslitaleik bikarkeppni karla í körfubolta í dag. Grindvíkingar töpuðu 79-91 og fundu sig í raun aldrei í leiknum. Sverrir hrósaði Stjörnumönnum fyrir góðan leik og sagði þá vel að sigrinum komna. Hér að neðan má sjá viðtal við Sverri.