„Svekkjandi tap“
- segir Kristján þjálfari Guðmundsson eftir leikinn
„Þetta tap er svekkjandi. Þetta er jafn leikur þannig séð. Við tökum ekki nógu mikla ábyrgð í hornunum. Fyrir það áttum við ágætis sóknir í upphafi leiksins, fáum á okkur horn og erum steinsofandi. Við komum sterkir inn í seinni hálfleikinn og minnkum muninn og það vantaði herslumuninn,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn gegn Víkingum í kvöld.
Keflvíkingar töpuðu 1-3 fyrir Víkingi í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla á Nettó-vellinum í Keflavík í kvöld. Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Kristján þjáfara eftir leikinn og er viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði.