Sveindís sá um Hauka - Keflvíkingar í úrslitakeppni
Það var hin 15 ára Sveindís Jana Jónsdóttir sem sá um að tryggja Keflvíkingum í úrslitakeppni í 1. deild kvenna í fótbolta og berjast því um sæti í efstu deild. Sveindís skoraði öll mörk Keflvíkinga í 1-3 sigri á útivelli gegn Haukum. Keflvíkingar sem höfnuðu í þriðja sæti í B-riðli munu mæta Tindastólskonum í 8-liða úrslitum. Sveindís hefur nú skorað 18 mörk í 14 leikjum í sumar og er hún markahæst í deildinni.