Sveindís og Wolfsburg komnar í úrslit Meistaradeildar Evrópu
Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir og félagar hennar í þýska liðinu Wolfsburg komust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með góðum sigri á Arsenal í undanúrslitum í gær. Þetta var seinni leikur liðanna en sá fyrri endaði í 2:2 jafntefli. Í gær var leikið í London og að loknum venjulegum leiktíma var aftur jafnt, 2:2, og því þurfti að grípa til framlengingar. Henni lauk með sigri Wolfsburg (2:3) en markið kom í lok framlengingar (119'). Wolfsburg vann því einvígið samanlagt 5:4.
Sveindísi Jane var skipt út af eftir fyrri hluta framlengingar en hún átti ágætis spretti í leiknum þótt hún næði ekki að setja mark. Leikinn má sjá í spilaranum hér að neðan.