Sveindís og Elvar í topp tíu
Tveir íþróttamenn frá Suðurnesjum eru í hópi tíu efstu í kjöri um Íþróttamann ársins 2023. Þetta eru þau Sveindís Jane Jónsdóttir, atvinnukona í knattspyrnu og Elvar Már Friðriksson, atvinnumaður í körfubolta.
Kjöri Íþróttamanns ársins verður lýst á Hilton hóteli fimmtudagskvöldið 4. janúar 2024.
Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð
Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir
Anton Sveinn McKee, sund
Elvar Már Friðriksson, körfubolti
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti
Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti
Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti
Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund
Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar
Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti
Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar
Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins
Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta
Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta
Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta
Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta
Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta
Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta