Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sveindís Jane skoraði og lagði upp mark gegn Arsenal
Sveindís Jane fagnar marki sínu gegn Arsenal. Skjáskot af YouTube-rás Vfl. Wolfsburg
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 24. apríl 2023 kl. 11:59

Sveindís Jane skoraði og lagði upp mark gegn Arsenal

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir hefur verið að leika stórkostlega fyrir Wolfsburg að undanförn en hún lagði upp opnunarmark liðsins gegn Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúr­slit­um Meist­ara­deild­ar­inn­ar sem leikinn var í Þýskalandi í gær.

Sveindís hér með sendingu inn fyrir vörn Arsenal á sóknarmann Wolfsburg sem skorar fyrra mark liðsins í gær.

Sveindís gerði gott betur og tvöfaldaði forystu Wolfsburg á 24. mínútu þegar hún nýtti sér klaufagang í vörn Arsenal en þá tóku þær ensku útspark, léku boltanum sín á milli og gáfu að lokum beint á Sveindísi sem var ein og óvölduð fyrir framan mark Arsenal. Færi sem framherji eins og Sveindís láta ekki úr færum sér ganga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sveindís Jane skorar eftir klúður í vörn Arsenal.
Mamma Sveindísar Jane missti sig af fögnuði þegar dóttir hennar skoraði.

Leiknum lauk með 2:2 jafntefli en þær ensku minnkuðu muninn eftir hornspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Sveindís komst í ágætis færi í uppbótartíma en skaut yfir. Arsenal jafnaði leikinn með ágætri sókn á 69. mínútu og þar við sat.

Leikinn má sjá á YouTube-rás Vfl. Wolfsburg í spilaranum hér að neðan.