Sveindís Jane skoraði og lagði upp mark gegn Arsenal
Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir hefur verið að leika stórkostlega fyrir Wolfsburg að undanförn en hún lagði upp opnunarmark liðsins gegn Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem leikinn var í Þýskalandi í gær.
Sveindís gerði gott betur og tvöfaldaði forystu Wolfsburg á 24. mínútu þegar hún nýtti sér klaufagang í vörn Arsenal en þá tóku þær ensku útspark, léku boltanum sín á milli og gáfu að lokum beint á Sveindísi sem var ein og óvölduð fyrir framan mark Arsenal. Færi sem framherji eins og Sveindís láta ekki úr færum sér ganga.
Leiknum lauk með 2:2 jafntefli en þær ensku minnkuðu muninn eftir hornspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Sveindís komst í ágætis færi í uppbótartíma en skaut yfir. Arsenal jafnaði leikinn með ágætri sókn á 69. mínútu og þar við sat.
Leikinn má sjá á YouTube-rás Vfl. Wolfsburg í spilaranum hér að neðan.