Sveindís Jane í byrjunarliði Íslands
Sveindís Jane Jónsdóttir, sem var valin sem nýliði inn í A landsliðshóp Íslands í síðustu viku, byrjar inn á í leiknum gegn Lettum sem fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld.
Sveindís, sem er á láni frá Keflavík, hefur slegið í gegn í Pepsi Max-deildinni í sumar og gaman að sjá þessa ungu Suðurnesjastelpu fá að spreyta sig með aðalliði Íslands en hún hefur leikið 41 landsleik með yngri landsliðunum.
Sveindís Jane er í viðtalið við Víkurfréttir þessa vikuna.