Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sveindís Jane hársbreidd frá þrennu í sínum fyrsta A landsliðsleik
Sveindís Jane byrjar vel með A landsliði Íslands. Myndir: Fótbolti.net
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 18. september 2020 kl. 08:32

Sveindís Jane hársbreidd frá þrennu í sínum fyrsta A landsliðsleik

Gullmolinn Sveindís Jane fór beint inn í byrjunarlið A landsliðs kvenna þegar Ísland tók slakt lið Letta í kennslustund á Laugardalsvelli í gær. Lokatölur urðu 9:0 og Sveindís Jane skoraði eftir aðeins sjö mínútna leik.

Það tók Sveindísi ekki nema sjö mínútur að komast á blað þegar hún skoraði annað mark Íslands. Hún var aftur á ferðinni á þeirri 32. þegar hún skoraði öðru sinni og fimmta mark Íslands.

Sveindís átti gullið tækifæri rétt fyrir leikhlé á þrennunni en skaut þá rétt yfir, hún fékk svo annað dauðafæri á 81. mínútu en þá gerði markvörður Letta vel og varði í horn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íslendingar áttu í litlum vandræðum með máttlitla Letta í gær en prófraunin verður á þriðjudaginn þegar Ísland tekur á móti Svíum. Ísland og Svíþjóð eru efst í riðlinum, bæði með fullt hús stiga en Svíar með betra markahlutfall. Það verður spennandi að sjá hvort Keflvíkingurinn fái að spreyta sig í þeim leik.

„Vel gert hjá þér stelpa!“