Sveindís Jane er orðin græn
Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir er mætt til þýska stórliðsins Wolfsburg og hefur verið kynnt til sögunnar á helstu miðlum félagsins.
„Hæ, ég heiti Sveindís Jane Jónsdóttir. Ég er númer 32 og er sóknarmaður.“ Þannig byrjar Sveindís þegar hún kynnir sjálfa sig fyrir stuðningsmönnum Wolfsburg í myndskeiði á YouTube-rás Wolfsburg.
Í viðtalinu segir Sveindís ástæðuna fyrir því að hún valdi að spila fyrir Wolfsburg vera þá að hún vilji spila með virkilega góðu liði og Wolfsburg sé eitt af bestu liðum í heimi. „Ég er mjög ánægt með að vera hér,“ segir Sveindís en myndskeiðið má sjá í spilaranum hér að neðan (myndskeiðið er á ensku).