Sveindís Jane er komin heim
Sveindís Jane er komin aftur í Keflavík eftir að hafa verið á láni hjá Breiðablik í sumar þar sem hún varð Íslandsmeistari með liðinu og valin besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar.
Sveindís segir í samtali við Fótbolti.net að það sé óvíst hvað hún geri á næsta ári, hún hafi úr nógu að velja: „En það er bara alveg óljóst hvað ég geri; hvort ég verði í Keflavík á næsta ári, fari í Kópavoginn eða þá út. Ég er bara ekki alveg búin að ákveða það.“
Atvinnumennska framundan?
„Mig langar að verða atvinnumaður, fara út og spila með þeim bestu, komast í besta lið í heimi og gera vel. En ég veit ekki hvað ég geri akkúrat núna. Skammtímamarkmiðið er að gera vel með landsliðinu í næstu leikjum," segir Sveindís einnig en hún átti frábæra innkomu í íslenska A-landsliðið fyrr í sumar.