Sveindís fimmta og Elvar Már í 6. sæti
Knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir varð fimmta í kjöri Íþróttamanns ársins og körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson í því sjötta. Gísli Þorgeir Kristjánsson, handboltamaður var kjörinn Íþróttamaður ársins 2023.
Greint var frá kjörinu í gær en einnig var þjálfari ársins valinn og lið ársins.
Hér má sjá niðurstöður úr kjörinu:
Íþróttamaður ársins
1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti 500
2. Anton Sveinn McKee, sund 372
3. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 326
4. Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir 101
5. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 94
6. Elvar Már Friðriksson, körfubolti 93
7. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti 73
8. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 69
9. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar 53
10. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 47
Þjálfari ársins
- Arnar Gunnlaugsson 122
- Þórir Hergeirsson 42
- Pavel Ermolinski 40
- Heimir Hallgrímsson 28
- Freyr Alexandersson 16
- Óskar Hrafn Þorvaldsson 2
- Pétur Péturssson 1
- Guðmundur Guðmundsson 1
Lið ársins
- Víkingur karla fótbolti 116
- Víkingur kvenna fótbolti 59
- Tindastóll karla körfubolti 50
- Breiðablik karla fótbolti 23
- Valur kvenna fótbolti 3
- ÍBV karla handbolti 1