Sveindís afgreiddi Grindvíkinga
Markamaskínan unga Sveindís Jane skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Keflavíkur á Grindavík í Lengjubikar kvenna í fótbolta í gær. Bæði mörkin komu snemma í leiknum en um var að ræða fysta leik beggja liða í Lengjubikarnum, sem segja má að marki upphaf tímabilsins í fótboltanum ár hvert.
Lengjubikarinn - B-deild kvenna
Keflavík 2 - 0 Grindavík
1-0 Sveindís Jane Jónsdóttir (9. mín. )
2-0 Sveindís Jane Jónsdóttir (22. mín )