Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Miðvikudagur 4. apríl 2001 kl. 09:35

Svartur dagur hjá Keflavík á Króknum

Sauðkrækingar gerðu sér lítið fyrir í gærkvöld og sigruðu Keflavíkurhraðlestina 70-65 í oddaleik og munu því leika til úrslita í EPSON-deildinni gegn Njarðvíkingum. Lið Tindastóls hefur aldrei áður náð svona langt í efstu deild karla en vígi þeirra á Sauðarkróki hefur reynst óvinnandi vígi í vetur. Leikurinn, sem sýndur var beint á Sýn, var hinn skemmtilegasti þrátt fyrir að taugarspenna leikmanna hafa komið fram í slakri hittni utan af velli. Sem fyrr voru það bandaríkjamennirnir tveir Shawn Myers og Calvin Davis sem léku best allra, hreinlega unun að fylgjast með piltum. Eftir að Sauðkrækingar höfðu náð forystu í fyrsta leikhluta 15-8 náðu Keflvíkingar að snúa leiknum sér í hag og leiddu 15-17 í lok fyrsta leikhluta. Baráttan hélt áfram í öðrum leikhluta en Kerflvíkingar höfðu yfirhöndina en Shawn Myers tókst að klóra í bakkann með körfu á síðustu sekúndum hálfleiksins og forysta Keflvíkinga aðeins 8 stig í hálfleik. Í seinni hálfleik virtist leikmönnum fyrirmunað að hitta úr langskotunum og hentaði það Sauðkrækingum ágætlega að halda hraðlestinni í hægaganginum og í fjórða leikhluta náðu þeir að jafna leikinn með 3 stiga skoti frá Kristni Friðrikssyni (eitt af fáum í leiknum öllum). Á lokamínútunum steig svo rússinn Andropov fram fyrir skjöldu, varði nokkur mikilvæg skot, skoraði í teignum og setti niður vítin sín og sá í raun um að klára þennan leik fyrir norðanmenn. Calvin Davis sem var búinn að vera frábær í leiknum og seríunni allir átti því miður ekki fleiri töfrabrögð í pokahorninu og þriggja stiga tilraun hans á síðustu mínútunni var síðasti líkkistunaglinn í kistu Keflvíkinga. Þessi úrslit hljóta að vera Suðurnesjamönnum mikil vonbrigði því flesta var farið að hlakka verulega til hefðbundinnnar Reykjansbæjarrimmu um Íslandsmeistaratitilinn, öruggir um að titillinn kæmi í bæjarfélagið. Nú er ljóst að það er Valur Ingimundarson, ekki Sigurður, sem kemur með sína menn í heimsókn til Njarðvíkur á sunnudag en þá hefjast úrslitaviðureignirnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024