Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Svartbeltispróf á Ásbrú um helgina
Fimmtudagur 10. febrúar 2011 kl. 12:19

Svartbeltispróf á Ásbrú um helgina

Haldið verður svartbeltispróf á vegum Taekwondodeildar Keflavíkur laugardaginn 12. febrúar kl.10:00 í íþróttahúsinu á Ásbrú. Nýr master deildarinnar; Paul Voight mun sjá um að gráða prófin sem eru fyrstu svartbeltisprófin sem tekin eru innan deildarinnar í 6 ár. Alls eru 8 manns sem taka svartbeltispróf, en prófið er mikill áfangi fyrir hvern iðkanda íþróttarinnar.

Prófið er opið og geta áhugasamir kíkt við í íþróttahúsið á Ásbrú og séð hvernig próf af þessu tagi fer fram.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024