Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Svala-mót í Reykjaneshöll
Föstudagur 16. febrúar 2007 kl. 11:02

Svala-mót í Reykjaneshöll

Svala-mót 6. flokks Keflavíkur í knattspyrnu fer fram í Reykjaneshöllinni á morgun, 17. febrúar. Alls eru 40 lið skráð til leiks frá 11 félögum svo það verður vafalaust skemmtilegt andrúmsloft í Reykjaneshöll í mótinu.

 

Leikið verður í fjórum deildum, appelsínu-, epla-, jarðarberja-, og sítrónusvala-deildunum. Mótið hefst kl. 09:00 á laugardagsmorgun og úrslitaleikjunum lýkur upp úr kl. 15:30. Gera má ráð fyrir 400 keppendum í mótinu og því verður í mörg horn að líta.

 

Þau félög sem senda lið til keppni eru:

Keflavík, Njarðvík, Leiknir, Afturelding, Reynir/Víðir, ÍBV, Þór Akureyri, Selfoss, ÍR, Skallagrímur og Þróttur Vogum

 

www.keflavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024