Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sutej gengur til liðs við Grindavík
Alen Sutej í leik með Keflavík á Grindavíkurvelli sem verður hans nýi golfvöllur.
Miðvikudagur 3. apríl 2013 kl. 14:58

Sutej gengur til liðs við Grindavík

Grindvíkingar hafa gert eins árs samning við slóvenska varnarmanninn Alen Sutej. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag.

Sutej hefur æft með Grindvíkingum að undanförnu en hann fór með liðinu í æfingaferð til Spánar. Sutej lék með Keflavík 2009 og 2010 áður en hann gekk til liðs við FH.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þar var Sutej að glíma við erfið meiðsli en hann náði ekki að spila neinn mótsleik áður en hann yfirgaf herbúðir Fimleikafélagsins í fyrra.

Nú er ljóst að Sutej mun spila með Grindvíkingum í fyrstu deildinni í sumar en keppni þar hefst 9. maí.