Íþróttir

Super Mario í Njarðvík
Fimmtudagur 28. maí 2020 kl. 16:41

Super Mario í Njarðvík

Körfuknattleiksmaðurinn Mario Matasovic hefur ekki setið auðum höndum í öllum þeim takmörkunum sem COVID-19 hefur haft í för með sér. Njarðvíkingurinn tók sig til og reif vel í járnin,  reyndar svo vel að ein karfan í Njarðtaksljónagryfjunni varð að gefa eftir!

Vanalega rífa menn eitthvað úr spjaldinu með þegar svona nokkuð gerist en Super Mario sleit járnið í sundur. Með þessu áframhaldi þarf að sérstyrkja hringina fyrir átökin í Domino’s þegar Super Mario fer á flug í húsum landsins.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl