Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunna og Sleipnir glæsilegasta parið
Fimmtudagur 7. júní 2007 kl. 17:23

Sunna og Sleipnir glæsilegasta parið

Opna gæðingamót Mána og Sparisjóðsins í Keflavík fór fram á Mánagrund fyrir skemmstu og var þátttakan með fínasta móti að þessu sinni. Glæsilegasta par mótsins var valið úr barna,- unglinga,- og ungmennaflokki en titilinn hlutu þau Sleipnir frá Litlu Tungu 1 og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir.

 

Í B-flokki áhugamanna sigraði Sunna Sigríður á Ástríki frá Bólstað með einkunnina 8,21. Súsanna Ólafsdóttir og Óttar frá Hvítárholti höfðu sigur í B flokki í A úrslitum með 8,54. Í flokki ungmenna í A úrslitum voru Camilla Petra Sigurðardóttir og Alki frá Akrakoti í efsta sæti með einkunnina 8,18. Sunna Sigríður var í feiknaformi í mótinu og hafði einnig sigur í unglingaflokki í A úrslitum á Sleipni með 8,43 og Jóhanna Margrét Snorradóttir sigraði í A úrslitum í barnaflokki á Djákna frá Feti með einkunnina 8,66. Sigurður V. Ragnarsson sigraði í A flokki áhugamanna á Óðni frá Hvítárholti, 8,36 og Sigurður Sigurðarson sigraði í A flokki á Sturlu frá Hafsteinsstöðum með einkunnina 8,70 sem var jafnframt hæsta einkunn í mótinu.

 

Sveinbjörn Bragason sigraði í tamningaflokki með Rák frá Flagbjarnarholti og í pollaflokki sigraði Gunnhildur S. Haraldsdóttir á Ronju frá Kotlaugum. Sjö keppendur voru svo í teymingarflokki polla og stóðu allir krakkarnir sig með mikilli prýði.

 

Mynd: Liga LiepinaSunna og Sleipnir þóttu bera af í mótinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024