Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sundtímabilið fer vel af stað
Guðmundur Leo og Eva Margrét á Smáþjóða­leikunum sem haldnir voru í byrjun sumars.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 28. september 2023 kl. 06:12

Sundtímabilið fer vel af stað

Mjög mörg verðlaun og bestu tímar komu hjá sundfólki ÍRB á sundmóti Ármanns um síðustu helgi. Níu sundmenn syntu sig inn í landsliðshópa Sundsambands Íslands; Guðmundur Leo Rafnsson náði inn í unglingalandslið SSÍ og Eva Margrét Falsdóttir inn í A-landslið SSÍ. Þá syntu sjö sundmenn undir viðmiðum fyrir framtíðarhóp SSÍ en það voru þau Elísabet Arnoddsdóttir, Egill Orri Baldursson, Adríana Agnes Derti, Eydís Jóhannesdóttir, Árni Þór Pálmason, Natalía Fanney Sigurðardóttir og Gísli Kristján Traustason.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024