Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 7. júlí 2003 kl. 20:49

Sundmenn ÍRB á faraldsfæti

Sundmenn ÍRB verða við keppni á víð og dreif um Evrópu á næstu vikum. Þrír sundmenn verða á heimsmeitarmótinu í Barcelona sem hefst þann 20. þessa mánaðar. Það eru þau Íris Edda Heimisdóttir, Jón Oddur Sigurðsson og Örn Arnarson.Erla Dögg Haraldsdóttir keppir á Evrópumeistarmóti unglinga í Glagow sem hefst þann 31. júlí.
Einnig verða Birkir Már Jónsson og Helena Ósk Ívarsdóttir við keppni á Ólympíudögum Evrópuæskunnar í París en leikarnir hefjast hjá þeim þann 28. júlí. Þessir sundmenn hafa nú í sumar farið annan hvern dag til æfinga í Kópavogi í 50m laug eins og keppt er í á öllum alþjóðlegum mótum. Greinilegt er að sundfólkið okkar er á réttri leið og virðist það vera stór og veigamikill hluti af íslenska landsliðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024