Sundmenn ÍRB á Evrópumóti
Sundmenn ÍRB, sem keppa á Evrópumeistaramóti unglinga sem fer fram í Portúgal um þessar mundir, náðu sér ekki alveg á strik í dag.
Birkir Már Jónsson varð í 31. sæti í 200m skriðsundi á tíma sem er um sekúndu undir hans besta tíma.
Erla Dögg Haraldsdóttir lenti í 25. sæti í 50m bringusundi. Hún synti á 34,89 sek., en átti best fyrir 34,42.
Keppni heldur áfram á morgun og mun Birkir keppa í 400m skriðsundi og Erla Dögg í 200m bringusundi.