Fimmtudagur 2. júní 2005 kl. 15:40
Sundkappar ÍRB sanka að sér verðlaunum
Sundkappar ÍRB hafa verið að gera það gott á Smáþjóðaleikunum í Andorra og sótti Erla Dög Haraldsdóttir sín önnur gullverðlaun á mótinu í gær með sigri í 100m bringusundi. Helena Ósk Ívarsdóttir var í 3ja sæti í því sundi og Birkir MárJónsson vann til bronsverðlauna í 100m flugsundi.
Mynd úr safni