Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sundfólkið okkar að standa sig á Smáþjóðaleikunum
Davíð H. Aðalsteinsson tekur við verðlaunum. Mynd frá ÍSÍ.
Miðvikudagur 31. maí 2017 kl. 18:22

Sundfólkið okkar að standa sig á Smáþjóðaleikunum

Fyrsti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna, sem haldnir eru í San Marínó, var í dag en eftir stuttan svefn þurfti sundfólkið að keppa í undanrásum snemma í morgun. Sundfólk frá ÍRB, Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, stóð sig með prýði.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sunneva Dögg Friðriksdóttir varð í fjórða sæti í 200 metra fjórsundi á 2:26,34 mín. Þá hafnaði Íris Ósk Hilmarsdóttir í áttunda sæti í 200 metra baksundi á tímanum 2:30,99 mín. Davíð H. Aðalsteinsson vann til bronsverðlauna í 200 metra bringusundi á tímanum 2:09,76 mín og Þröstur Bjarnason vann til bronsverðlauna í 200 metra flugsundi á tímanum 2:12,51 mín.


Keppni á Smáþjóðaleikunum heldur áfram á morgun. ÍSÍ er með Snapchat, isiiceland, sem áhugasamir geta fylgst með.