Sundfólk ÍRB sigursælt í bikarkeppninni
Suðurnesjamenn voru sigursælir í Bikarkeppninni í sundi sem fór fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ um helgina. Sex félög áttu keppnisrétt í fyrstu deild karla og kvenna og 3 félög sendu lið í aðra deild kvenna og tvö félög í aðra deilda karla. Keppnin var jöfn og spennandi og mörg góð sund sáu dagsins ljós.
Þar ber hæst eitt íslandsmet fullorðinna en það var í 4x100 metra skriðsund, sundmennirnir Árni Már Árnason, Kristófer Sigurðsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Þröstur Bjarnason syntu fyrir ÍRB.
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar jók við forystuna í hverjum mótshluta og þegar upp var staðið þá varð liðið bæði bikarmeistari í karla og kvennaflokki í fyrstu deild en í annarri deild kvenna þá sigraði Íþróttabandalag Reykjanesbæjar einnig en Sundfélag Hafnarfjarðar í karlaflokki.
Lokastaðan var eftirfarandi:
1. deild kvenna
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 15.172
Sundfélag Hafnrafjarðar 14.064
Sundfélagið Ægir 12.218
Íþróttabandalag Reykjavíkur 11.876
Íþróttabandalag Akraness 10.848
UMSK 9.873
1. deild karla
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 15.627
Sundfélag Hafnarfjarðar 14.967
UMSK 13.338
Íþróttabandalag Reykjavíkur 11.942
Íþróttabandalag Akraness 10.170
Sundfélagið Ægir 9.081
2. deild kvenna
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 10.489
Sundfélag Hafnarfjarðar 9.800
Íþróttabandalag Reykjavíkur 9.377
2. deild karla
Sundfélag Hafnarfjarðar 8575
Íþróttabandalag Reykjavíkur 7550
Lið ÍRB í 1. deild.
Kvennalið ÍRB í 1. deild.
Lið ÍRB í 2. deild kvenna.