Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sundfólk ÍRB lét metunum rigna
Eva Margrét Falsdóttir tryggði sér fjóra Íslandsmeistaratitla og bætti við sig EMU lágmarki í 200m fjórsundi. Í lok móts fékk Eva Margrét síðan afhentan Sigurðarbikarinn fyrir besta afrek í bringusundi á mótinu.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 28. apríl 2021 kl. 10:58

Sundfólk ÍRB lét metunum rigna

Sjö met, ellefu titlar, lágmörk og fjölmörg verðlaun á Íslandsmótinu í sundi.

Það var svo sannarlega sveifla á sundfólki ÍRB á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Líkt og aðrar íþróttir þá hefur sundið fengið sinn skerf af Covid-takmörkunum. Mikil óvissa var um þetta mót en því hafði verið frestað um þrjár vikur. Loksins tókst þó að halda Íslandsmót sem var virkilega ánægjulegt. Það var því líka gríðarleg spenna og eftirvænting hjá sundmönnum ÍRB að fá loksins að etja kappi við sína helstu keppinauta.

Árangurinn var líka eftir því, heimsmet, tvö piltamet, EMU lágmark, NÆM lágmark, lágmark í landsliðshóp, ellefu Íslandsmeistaratitlar ásamt fullt af öðrum verðlaunum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eva Margrét Falsdóttir átti afar gott mót en hún tryggði sér fjóra Íslandsmeistaratitla á frábærum tímum og bætti við sig EMU lágmarki í 200m fjórsundi. Í lok móts fékk Eva Margrét síðan afhentan Sigurðarbikarinn fyrir besta afrek í bringusundi á mótinu.

Þær greinar sem Eva Margrét varð Íslandsmeistari í voru:
200m bringusund 
400m fjórsund
100m flugsund
200m fjórsund 

Már Gunnarsson átti líka frábært mót, hann tryggði sér fjóra Íslandsmeistaratitla í flokki S11, ásamt því að setja Heimsmet og fjögur Íslandsmet. Hann bætti tæplega 30 ára gamalt Heimsmet í 200m baksundi og tvíbætti um leið Íslandsmetið í greininni. Jafnframt setti hann Íslandsmet í 100m skriðsundi og 50m baksundi.

Þær greinar sem Már varð Íslandsmeistari í voru:
200m baksund
100m skriðsund
50m baksund
100m baksund 

Karen Mist Arngeirsdóttir átti einnig mjög góða helgi. Hún synti á sínum bestu tímum í bæði  100m bringusundi og 50m bringusundi og varð Íslandsmeistari í báðum greinum. Einnig vann hún silfurverðlaun í 200m bringusundi.

Þær greinar sem Karen Mist varð Íslandsmeistari í voru:
100m bringusund
50m bringusund

Fannar Snævar Hauksson stóð sig afar vel um helgina: Hann geri sér lítið fyrir sló tvö Piltamet. Bæði metin voru komin til ára sinna eða 21 árs gömul met.Á föstudaginn sló hann metið í 100m flugundi og varð Íslandsmeistari í greininn. Á sunnudaginn sló hann metið í 50m flugsundi þegar hann hafnaði í öðru sæti í greininni eingöngu 14/100 frá EMU lágmarki. Hann vann jafnframt til silfurverðlauna í 200m flugsundi.

Fannar Snævar varð Íslandsmeistari í 100m flugsundi.

Íslandsmeistarar ÍRB í sundi. F.v.: Eva Margrét Falsdóttir, Már Gunnarsson, Karen Mist Arngeirsdóttir og Fannar Snævar Hauksson.

Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir bronsverðlaun í  400m skriðsundi, 200m skriðsundi og 1500m skriðsundi á sínum bestu tímum, hún náði jafnframt lágmörkum á NÆM.

Aron Fannar Kristínarson bronsverðlaun í 200m fjórsundi og 400m fjórsundi.

Katla María Brynjarsdóttir silfurverðlaun í 1500m skriðsundi á sínum besta tíma.

Alexander Logi Jónsson bronsverðlaun í 200m bringusundi á sínum besta tíma.

Kári Snær Halldórsson vann bronsverðlaun í 50m bringusundi á sínum besta tíma, hann náði jafnframt lágmarki inn í unglingalandslið SSÍ.

Að lokum vann ung og efnileg kvennasveit ÍRB til silfurverðlauna í bæði 4 x 100 fjórsundi og 4 x 200m skriðsundi. 
Í fjórsundssveitinni voru:  Elísabet Jóhannesdóttir (baksund), Karen Mist Arngeirsdóttir (bringusund), Eva Margrét Falsdóttir (flugsund) og Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir (skriðsund).
Í skriðsundssveitinni voru þær: Elísabet Jóhannesdóttir, Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir, Katla María Brynjarsdóttir og Eva Margrét Falsdóttir.