HS Veitur
HS Veitur

Íþróttir

Sundfólk ÍRB gerði góða ferð til Danmerkur
Hópurinn samankominn við Tivoli í Kaupmannahöfn.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 26. janúar 2023 kl. 13:11

Sundfólk ÍRB gerði góða ferð til Danmerkur

Unnu 38 verðlaun á Lyngby Open

Sundfólk ÍRB vann 21 gullverðlaun og 38 verðlaun í heildina á Lyngby Open um helgina. Mótið var gríðarlega fjölmennt og góð og öflug keppni.

Hópurinn stóð sig feikivel í heildina og mjög margir unnu til verðlauna en yngri sundmennirnir, sem kepptu í aldursflokkum, rökuðu inn verðlaunum.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Elísabet Arnoddsdóttir vann sex gull, Denas Kazulis fjögur gull, Daði Rafn Falsson þrjú gull og Nikolai Leo Jónsson þrjú gull, jafnframt vann ÍRB fimm önnur gullverðlaun auk annarra verðlauna.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025