Sundfólk ÍRB á réttu róli
Sundfólk ÍRB var á réttu róli á Stórmóti SH sem fram fór í Sundhöll Hafnarfjarðar um helgina. Margir sundmenn fóru í úrslit og unnu sínar greinar. Örn Arnarson setti nýtt íslandsmet í 100m flugsundi og ætlar greinilega að byrja Ólympíuárið með stæl. Erla Dögg Haraldsdóttir náði lágmörkum fyrir EM 25 sem fram fer í Austurríki nk. desembermánuð. Hún syndir þess grein ekki oft en ætti sennilega að gera meira af því tími hennar var betri en besti tími ársins 2003 á íslensku afrekaskránni.
Ungir og efnilegir sundmenn voru líka einnig að láta að sér kveða og náði Marín Hrund Jónsdóttir lágmörkum inní Framtíðarhóp Sundsambandsins þegar hún synti mjög gott 200m baksund. Lið ÍRB átti síðan þrjá fulltrúa í stigahæstu sundmönnum mótsins, en það voru þau Helena Ósk Ívarsdóttir, Þórður Ásþórsson og Erla Dögg Haraldsdóttir.
Ungir og efnilegir sundmenn voru líka einnig að láta að sér kveða og náði Marín Hrund Jónsdóttir lágmörkum inní Framtíðarhóp Sundsambandsins þegar hún synti mjög gott 200m baksund. Lið ÍRB átti síðan þrjá fulltrúa í stigahæstu sundmönnum mótsins, en það voru þau Helena Ósk Ívarsdóttir, Þórður Ásþórsson og Erla Dögg Haraldsdóttir.