Sund: Erla Dögg vinnur til silfurverðlauna á NM unglinga
Erla Dögg Haraldsdóttir, 15 ára sundkona úr ÍRB, vann til silfurverðlauna í 200m bringusundi á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fór fram um síðustu helgi. Erla Dögg keppti í fjórum öðrum greinum og hafnaði aldrei neðar en í fimmta sæti. Þetta er sannarlega góður árangur hjá þessari ungu og efnilegu sunddrottningu og verður eflaust fróðlegt að fylgjast með henni þegar fram líða stundir.
Annars voru íslensku krakkarnir að standa sig vel á mótinu þar sem Oddur Örnólfsson úr Ægi var í þriðja sæti í 400m fjórsundi og boðsundsveitin bætti fjögurra ára gamalt Íslandsmet í 4x100m skriðsundi karla.