Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sund: Erla Dögg stendur sig vel í Luxemburg
Þriðjudagur 27. janúar 2004 kl. 14:53

Sund: Erla Dögg stendur sig vel í Luxemburg

Erla Dögg Haraldsdóttir ÍRB náði góðum árangri á alþjóðlegu móti í Luxemborg. Hún náði sínum besta tíma í 200m fjórsundi  2,24,83 og sigraði í stúlknaflokki fæddum 1988/1989. Hún endaði síðan í 8. sæti í úrslitum í opnum flokki. Hún náði einnig mjög góðum árangri í 100 og 200m bringusundi. Í opnum flokki  endaði  hún í 17. sæti í 200m bringusundi og í  12. sæti í 100m bringusundi á sínum besta tíma 1,14,59. Birkir Már Jónsson keppti einnig á mótinu en náði sér ekki alveg á strik, enda nýstiginn upp úr veikindum.

Erla og Birkir munu keppa á alþjóðlegu móti í Danmörku, Lyngby Open, um næstu helgi ásamt sjö öðrum sundmönnum úr ÍRB. Þeir sundmenn sem fara frá ÍRB eru: Karítas Heimisdóttir, Helena Ósk Ívarsdóttir, Íris Edda Heimisdóttir, Erla Dögg Haraldsdóttir,Guðni Emilsson, Örn Arnarson, Hilmar Pétur Sigurðsson, Birkir Már Jónsson og Þór Sveinsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024