Sumy dró sig úr keppni
Sumihimprom Sumy frá Úkraínu var rétt í þessu að draga sig úr Euro Cup Challange keppninni í körfuknattleik. Sumy var með Keflvíkingum í riðli en frá þessu er greint á www.keflavik.is.
Á heimasíðu Keflavíkur er líkum leitt að því að ástæða Sumy fyrir að draga sig úr keppni sé af fjárhagslegum toga en forráðamenn félagsins hafa verið í sambandi við forráðamenn Keflavíkur um að leika báða leikina í Úkraínu. Keflvíkingar svöruðu með gagntilboði, ekki kemur fram hvað í því fólst, en því var hafnað.
Í stað Sumy mæta Keflvíkingar liði frá Lettlandi sem heitir BK_Riga sem staðsett er í samnefndri borg.
BK Riga er eingögu skipað heimamönnum fyrir utan Bandaríkjamanninn Billups Rodney sem er leikstjórnandi liðsins. Hæsti leikmaður liðsins er Berzins Kaspars sem er 213 cm. Annas er liðið frekar hávaxið með 6-7 leikmenn sem eru um 200 cm á hæð.
VF-mynd/ Jón Norðdal í leik gegn Madeira