Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjatröllið um helgina
Föstudagur 1. september 2006 kl. 13:09

Suðurnesjatröllið um helgina

Suðurnesjatröllið 2006.  Laugardaginn 3. september er komið að síðasta aflraunamóti Sumarsins.  Mótið hefst á laugardaginn við verslunarmiðstöðina Fjörð Hafnarfirði kl. 13:00, þar verður keppt í dekkjaveltu. Síðan byrjar mótið kl. 16:30 við Garðskagavita, þar verður keppt í Atlas steinatökum, lóðkasti yfir rá og drumbalyfu. Síðasta greinin er síðan kl. 19:00 þá verður keppt í bændagöngu á Höfninni í Grindavík. Mótið er allt á laugardeginum 3. september.  Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Hjalta ([email protected]) og á síðunni www.kraftsport.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024