Suðurnesjatöp í 3. deildinni
Suðurnesjaliðin í 3. deildinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu töpuðu bæði í síðustu umferð. Reynismenn úr Sandgerði fóru norður á Dalvík þar sem þeir hittu fyrir nafna sína í Dalvík/Reyni. Viðureignin endaði með 3:0 sigri norðanmanna
Á Vogabæjarvelli í Vogum mættust heimamenn í Þrótti og Kári. Þróttur tapaði leiknum með 1 marki gegn 2 frá Kára. Hrólfur Sveinsson skoraði mark Þróttar. Nánar er sagt frá þessum leik í annarri frétt hér á vf.is.