Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjaþingmenn urðu undir í kótilettukappáti
Föstudagur 29. nóvember 2019 kl. 07:30

Suðurnesjaþingmenn urðu undir í kótilettukappáti

Suðurnesjamennirnir og þingmennirnir Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason voru meðal keppenda í árlegri kótilettuveislu Hrafnistu þar sem m.a. er keppt í kótilettuáti. Keppnin í ár fór fram á Hrafnistu í Hafnarfirði í hádegi í síðustu viku og varð Vilhjálmur í þriðja sæti, í öðru sæti varð Sighvatur Halldórsson frá Kiwanisklúbbnum Heklu en keppnina sigraði Ólafur Þór Gunnarsson, læknir, alþingismaður og ríkjandi meistari frá því í fyrra.

1.000 manns í mat á sjö Hrafnistuheimilum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kótileittudagurinn á Hrafnistuheimilunum er árlegur viðburður, haldinn um það leyti sem Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, á afmæli en það var stofnað 25. nóvember 1937. Þá er „þjóðarrétturinn“ á matseðlinum, steiktar og ofnbakar kótilettur í raspi sem snæddar eru með „alles“ eins og það er kallað á Hrafnistu; sum sé rauðkáli, grænum baunum, léttbrúnuðum kartöflum og rabarbarasultu. Talið er að um eitt þúsund manns hafi snætt kótilettur á Hrafnistuheimilunum sjö á suðvesturhorni landsins, þar á meðal á Hrafnistuheimilunum í Reykjanesbæ.